Lengra en Strikið Pawel Bartoszek skrifar 26. apríl 2022 08:01 Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skipulag Verslun Veitingastaðir Göngugötur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun