Fleiri valkostir í Reykjavík Einar Karl Friðriksson skrifar 29. apríl 2022 11:30 Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun