Úr uppgjöf í sókn Ómar Már Jónsson skrifar 29. apríl 2022 19:30 Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun