„Þetta er bara líflátshótun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Vísir Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42