Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Árni Sæberg, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. maí 2022 07:40 Úkraínuforseti sagði í dag að hundrað manna hópur væri á leið frá Azovstal-stálverinu í Maríupol á svæði undir stjórn Úkraínumanna. Ap Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent