Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 2. maí 2022 06:51 Lík rússnesks hermanns nærri braki þyrlu sem skotin var niður nærri Makariv í norðurhluta Úkraínu. Getty/Wolfgang Schwan Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna