Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 21:45 Á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð byggja þeir skemmtigarð og kaffihús á rafstöðvarlóðinni og forstjórinn neitar að gefa upp kostnað við framkvæmdirnar. Arnar Halldórsson Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16