Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 14:53 Nokkur spenna virðist vera að færast í leikinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Vísir/Akureyri Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira