Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:29 Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 700 þúsund krónur í miskabætur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira