VG gengur lengra í strandveiðum Helgi Hlynur Ásgrímsson og Svandís Svavarsdóttir skrifa 4. maí 2022 16:47 Það var ánægjulegt að undirrita á dögunum reglugerð um strandveiðar sem boðar stærri pott fyrir sumarið. Alls verða því 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ákveðið var að bæta í strandveiðipottinn.Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Strandveiðar skipta máli Þessi ákvörðun miðar að því að festa strandveiðar enn betur í sessi líkt og stefna Vinstri grænna boðar. Strandveiðar skipta mörg byggðalög miklu máli þar sem allmargar fjölskyldur í minni sjávarbyggðum fá hluta sinna heimilistekna af strandveiðum. Strandveiðar eru stundaðar frá maí til ágúst og brátt hefst fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á. Grunnhugsunin að baki strandveiðum er að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og stuðla þannig að nýliðun í greininni. Tryggjum hvata til orkuskipta á strandveiðum Til að auka enn frekar á sjálfbærni strandveiða þarf að tryggja hvata í kerfinu í átt til orkuskipta. Þegar eru komin af stað verkefni á Íslandi sem miða að orkuskiptum í smábátum og lofa góðu. Orkuskipti í sjávarútvegi eru mikilvægt loftslagsmál sem og mikilvægt fæðuöryggismál. Með þeim hætti gætu strandveiðar, sem nú þegar eru með létt kolefnisspor, verið enn loftslagsvænni. Markmið strandveiða er göfugt og vilji VG til að efla þær er skýr. Á sama tíma og við leitum leiða til að festa atvinnugreinina betur í sessi er mikilvægt að rýna í það hverju þær raunverulega skila og hvort og hvar þá, vannýtt sóknarfæri liggja. Þegar nálega tuttugasti hver þorskur sem dregin er að landi er úr strandveiðikerfinu þarf að gera ríkar kröfur um að þessi verðmæti verði sem mest. Einnig er mikilvægt að greina samhengi við aðra þætti byggða- og atvinnutengdra potta. Undirbúningur að þessari vinnu er farin af stað í ráðuneytinu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis. Helgi Hlynur Ásgrímsson er oddviti VG í Múlaþingi. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að undirrita á dögunum reglugerð um strandveiðar sem boðar stærri pott fyrir sumarið. Alls verða því 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ákveðið var að bæta í strandveiðipottinn.Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Strandveiðar skipta máli Þessi ákvörðun miðar að því að festa strandveiðar enn betur í sessi líkt og stefna Vinstri grænna boðar. Strandveiðar skipta mörg byggðalög miklu máli þar sem allmargar fjölskyldur í minni sjávarbyggðum fá hluta sinna heimilistekna af strandveiðum. Strandveiðar eru stundaðar frá maí til ágúst og brátt hefst fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á. Grunnhugsunin að baki strandveiðum er að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og stuðla þannig að nýliðun í greininni. Tryggjum hvata til orkuskipta á strandveiðum Til að auka enn frekar á sjálfbærni strandveiða þarf að tryggja hvata í kerfinu í átt til orkuskipta. Þegar eru komin af stað verkefni á Íslandi sem miða að orkuskiptum í smábátum og lofa góðu. Orkuskipti í sjávarútvegi eru mikilvægt loftslagsmál sem og mikilvægt fæðuöryggismál. Með þeim hætti gætu strandveiðar, sem nú þegar eru með létt kolefnisspor, verið enn loftslagsvænni. Markmið strandveiða er göfugt og vilji VG til að efla þær er skýr. Á sama tíma og við leitum leiða til að festa atvinnugreinina betur í sessi er mikilvægt að rýna í það hverju þær raunverulega skila og hvort og hvar þá, vannýtt sóknarfæri liggja. Þegar nálega tuttugasti hver þorskur sem dregin er að landi er úr strandveiðikerfinu þarf að gera ríkar kröfur um að þessi verðmæti verði sem mest. Einnig er mikilvægt að greina samhengi við aðra þætti byggða- og atvinnutengdra potta. Undirbúningur að þessari vinnu er farin af stað í ráðuneytinu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis. Helgi Hlynur Ásgrímsson er oddviti VG í Múlaþingi. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar