VG gengur lengra í strandveiðum Helgi Hlynur Ásgrímsson og Svandís Svavarsdóttir skrifa 4. maí 2022 16:47 Það var ánægjulegt að undirrita á dögunum reglugerð um strandveiðar sem boðar stærri pott fyrir sumarið. Alls verða því 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ákveðið var að bæta í strandveiðipottinn.Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Strandveiðar skipta máli Þessi ákvörðun miðar að því að festa strandveiðar enn betur í sessi líkt og stefna Vinstri grænna boðar. Strandveiðar skipta mörg byggðalög miklu máli þar sem allmargar fjölskyldur í minni sjávarbyggðum fá hluta sinna heimilistekna af strandveiðum. Strandveiðar eru stundaðar frá maí til ágúst og brátt hefst fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á. Grunnhugsunin að baki strandveiðum er að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og stuðla þannig að nýliðun í greininni. Tryggjum hvata til orkuskipta á strandveiðum Til að auka enn frekar á sjálfbærni strandveiða þarf að tryggja hvata í kerfinu í átt til orkuskipta. Þegar eru komin af stað verkefni á Íslandi sem miða að orkuskiptum í smábátum og lofa góðu. Orkuskipti í sjávarútvegi eru mikilvægt loftslagsmál sem og mikilvægt fæðuöryggismál. Með þeim hætti gætu strandveiðar, sem nú þegar eru með létt kolefnisspor, verið enn loftslagsvænni. Markmið strandveiða er göfugt og vilji VG til að efla þær er skýr. Á sama tíma og við leitum leiða til að festa atvinnugreinina betur í sessi er mikilvægt að rýna í það hverju þær raunverulega skila og hvort og hvar þá, vannýtt sóknarfæri liggja. Þegar nálega tuttugasti hver þorskur sem dregin er að landi er úr strandveiðikerfinu þarf að gera ríkar kröfur um að þessi verðmæti verði sem mest. Einnig er mikilvægt að greina samhengi við aðra þætti byggða- og atvinnutengdra potta. Undirbúningur að þessari vinnu er farin af stað í ráðuneytinu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis. Helgi Hlynur Ásgrímsson er oddviti VG í Múlaþingi. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að undirrita á dögunum reglugerð um strandveiðar sem boðar stærri pott fyrir sumarið. Alls verða því 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ákveðið var að bæta í strandveiðipottinn.Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Strandveiðar skipta máli Þessi ákvörðun miðar að því að festa strandveiðar enn betur í sessi líkt og stefna Vinstri grænna boðar. Strandveiðar skipta mörg byggðalög miklu máli þar sem allmargar fjölskyldur í minni sjávarbyggðum fá hluta sinna heimilistekna af strandveiðum. Strandveiðar eru stundaðar frá maí til ágúst og brátt hefst fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á. Grunnhugsunin að baki strandveiðum er að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og stuðla þannig að nýliðun í greininni. Tryggjum hvata til orkuskipta á strandveiðum Til að auka enn frekar á sjálfbærni strandveiða þarf að tryggja hvata í kerfinu í átt til orkuskipta. Þegar eru komin af stað verkefni á Íslandi sem miða að orkuskiptum í smábátum og lofa góðu. Orkuskipti í sjávarútvegi eru mikilvægt loftslagsmál sem og mikilvægt fæðuöryggismál. Með þeim hætti gætu strandveiðar, sem nú þegar eru með létt kolefnisspor, verið enn loftslagsvænni. Markmið strandveiða er göfugt og vilji VG til að efla þær er skýr. Á sama tíma og við leitum leiða til að festa atvinnugreinina betur í sessi er mikilvægt að rýna í það hverju þær raunverulega skila og hvort og hvar þá, vannýtt sóknarfæri liggja. Þegar nálega tuttugasti hver þorskur sem dregin er að landi er úr strandveiðikerfinu þarf að gera ríkar kröfur um að þessi verðmæti verði sem mest. Einnig er mikilvægt að greina samhengi við aðra þætti byggða- og atvinnutengdra potta. Undirbúningur að þessari vinnu er farin af stað í ráðuneytinu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis. Helgi Hlynur Ásgrímsson er oddviti VG í Múlaþingi. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar