Hvað vilja borgarbúar? Sigríður Svavarsdóttir skrifar 5. maí 2022 11:01 Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar