Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 18:00 Læknirinn hafði starfað í tvær vikur á Heilsugæslunni á Húsavík. Hann lauk störfum í dag. Vísir/Vilhelm Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“ Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08
Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28