Fjandsamlegur kosningatími Árni Pétur Árnason skrifar 6. maí 2022 09:16 Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Píratar Hagsmunir stúdenta Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar