Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 19:10 Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni. Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni. Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni.
Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43