„Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2022 20:19 Í greininni endurtekur Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, áróður stjórnvalda í Moskvu á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í stórfelldu áróðursstríði. Stöð 2/Arnar „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira