Kveður Framsókn eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki söluvæn vara Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 19:23 Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Vísir/Arnar Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg og fyrrverandi oddviti Framsóknar, hefur sagt skilið við flokkinn eftir tólf ár í oddvitasætinu. Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“ Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“
Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira