Hélt að Anníe Mist væri að grínast þegar goðsögnin hafði samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 08:30 Anníe Mist hefur komið CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það á jákvæðan hátt. Hér er hún með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur stundað það að koma CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það kemur vel fram í umfjöllun heimasíðu heimsleikanna um nýjasta ævintýri íslensku CrossFit drottningarinnar. Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér. CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér.
CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira