En hvað með ungdóminn, Guðmundur? Guðmundur Fylkisson skrifar 9. maí 2022 14:01 Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Fylkisson Tengdar fréttir Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun