Hver hlustar á unga fólkið? Geir Finnsson, Erlingur Sigvaldason, Emilía Björt Írisardóttir og Anna Kristín Jensdóttir skrifa 10. maí 2022 07:01 Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Geir Finnsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar