Röddin á Króknum er fjórtán ára „fæddur performer“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 10:30 Hlífar Óli Dagsson hefur staðið sig frábærlega í úrslitakeppninni alveg eins og allt Tindastólsliðið. S2 Sport Það voru ekki bara yfirburðir hjá Tindastól inn á vellinum á móti Val í öðrum leik lokaúrslitanna heldur áttu þeir sem fyrr stúkuna líka. Sá sem kemur liðinu og stuðningsmönnunum í gang í kynningunni er yngri en flestir halda sem heyra hann fara á kostum. Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira