Frístundastarfið í Reykjavík Bryngeir A. Bryngeirsson skrifar 10. maí 2022 13:16 Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íþróttir barna Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun