Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 07:31 Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar