Hvers virði eru 13.200 mínútur? Ósk Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 09:31 Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun