Kirkjan mæti trúarþörf fólksins í landinu Rúnar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 11:31 Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun