Lausnin á húsnæðisvanda borgarinnar Thelma Rán Gylfadóttir skrifar 11. maí 2022 22:15 Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun