Hringtorg á vinstri hönd Gunnar Smári Þorsteinsson og Lísbet Sigurðardóttir skrifa 12. maí 2022 06:45 Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun