Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í landsliðið á sama tíma. vísir/vilhelm Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00
Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31