Loftslagsmál og bættar samgöngur í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 13. maí 2022 18:01 Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar