Pólariseríng minni en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 10:38 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar. Vísir/Bebbý Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Þórdís Lóa að enginn ætti að gleyma að kjósa í dag. Þá sagði hún kjördaga vera mjög frábrugðna öðrum í kosningabaráttunni og að hún myndi nú fara og kíkja á kosningastofurnar. Aðspurð um væntingar sínar fyrir Viðreisn sagði hún flokkinn hafa mælst á nokkuð stóru bili en markmið þeirra væri að ná Pawel Bartoszek, sem er í öðru sæti listans, inn í borgarstjórn. Kannanir hafa sýnt að það er tæpt en Þórdís Lóa sagðist hafa trú á því að það tækist. Þórdís Lóa sagði einnig að kosningabaráttan hefði verið mjög skemmtilegt, þó hún hefði verið stutt og knöpp. Það hefði einkennt baráttuna hve seint hún hefði farið af stað. Þá sagði hún töluverðan mun hafa verið á kosningabaráttunni nú, samanborið við fyrir fjórum árum síðan. Pólariseríng væri minni en áður. „Við erum öll miklu meira sammála um stóru línurnar og erum að hnýtast um miklu minni línur en 2018. Ég vinn mikinn mun á skilaboðum borgarbúa til mín heldur en þá. Það voru meiri átök þá,“ sagði Þórdís Lóa. Hún sagði húsnæðismálin hafa verið mun fyrirferðarmeiri og þau hefðu einkennt kosningabaráttuna. Varðandi það hvort hún og hennar fólk í Viðreisn væru farin að horfa í kringum sig varðandi framhaldið sagði Þórdís Lóa að Viðreisn gæti starfað með öllum. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum og meira að segja Sósíalistum sem vilja ekki starfa með okkur en við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32 Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Í samtali við fréttastofu ítrekaði Þórdís Lóa að enginn ætti að gleyma að kjósa í dag. Þá sagði hún kjördaga vera mjög frábrugðna öðrum í kosningabaráttunni og að hún myndi nú fara og kíkja á kosningastofurnar. Aðspurð um væntingar sínar fyrir Viðreisn sagði hún flokkinn hafa mælst á nokkuð stóru bili en markmið þeirra væri að ná Pawel Bartoszek, sem er í öðru sæti listans, inn í borgarstjórn. Kannanir hafa sýnt að það er tæpt en Þórdís Lóa sagðist hafa trú á því að það tækist. Þórdís Lóa sagði einnig að kosningabaráttan hefði verið mjög skemmtilegt, þó hún hefði verið stutt og knöpp. Það hefði einkennt baráttuna hve seint hún hefði farið af stað. Þá sagði hún töluverðan mun hafa verið á kosningabaráttunni nú, samanborið við fyrir fjórum árum síðan. Pólariseríng væri minni en áður. „Við erum öll miklu meira sammála um stóru línurnar og erum að hnýtast um miklu minni línur en 2018. Ég vinn mikinn mun á skilaboðum borgarbúa til mín heldur en þá. Það voru meiri átök þá,“ sagði Þórdís Lóa. Hún sagði húsnæðismálin hafa verið mun fyrirferðarmeiri og þau hefðu einkennt kosningabaráttuna. Varðandi það hvort hún og hennar fólk í Viðreisn væru farin að horfa í kringum sig varðandi framhaldið sagði Þórdís Lóa að Viðreisn gæti starfað með öllum. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum og meira að segja Sósíalistum sem vilja ekki starfa með okkur en við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32 Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00