Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2022 17:28 Magnea Gná Jóhannsdóttir skipaði 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík. Hún er yngsti borgarfulltrúi sögunnar. Og Arna Lára Jónsdóttir er fyrsta konan sem verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum. Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02