„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 08:35 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni segir meirihlutaflokkana Viðreisn, Samfylkingu og Pírata, ætla að halda saman. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar núverandi meirihluta; Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna; funduðu í gær til að fara yfir stöðu mála. Meirihlutinn féll á laugardag og var því ljóst að mynda þarf nýjan meirihluta, sama hvernig. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hefur þá útilokað að Vinstri græn taki þátt í meirihlutasamstarfi í borginni á þessu kjörtímabili og tilkynnti hinum oddvitunum það einmitt á fundi þeirra í gær. „Við hittumst nú í gær oddvitar meirihlutans af því að við erum náttúrulega öll að mæta í vinnu í dag, það er kannski enginn sem fattar það. Þannig að við hittumst í gær til þess að tala saman, framundan er áframhaldandi vinna, kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok mánaðarins þannig að það er borgarráð framundan og borgarstjórnarfundur fram undan,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu. Oddvitarnir hafi hist í gær og rætt að samstarf þeirra hafi gengið vel á liðnu kjörtímabili. „Og við lásum aðeins í spilin eftir nóttina, með stóru línurnar í skilaboðunum og ræddum það að við ætluðum að skoða það að fylgjast að,“ segir Þórdís. Borgarstjórnarvinna taki við næstu tvær vikur Til þess að meirihlutaflokkarnir, utan Vinstri grænna, geti fylgst áfram að þurfa þeir að taka með sér aðra flokka í meirihlutasamstarfið. Til greina kemur fyrir þá að taka með sér Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Píratar hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, hefur útilokað samstarf við Viðreisn. Er það þá Framsókn sem þið tækjuð inn í meirihlutann? „Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo byrjar samtalið út frá því,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að nú taki aðeins við áframhaldandi vinna áður en ný borgarstjórn taki við. „Það er bara vinna framundan, eins skringilega og það hljómar. Það eru verkefni eftir sem þarf að klára. Nú er hálfur mánuður þar til ný borgarstjórn tekur við þannig að mitt verkefni sem formaður borgarráðs er að halda borgarráðsfund og halda maskínunni gangandi áfram og verkefni Alexöndru Briem forseta borgarstjórnar er að halda borgarstjórnarfund og ég geri ráð fyrir að borgarstjóri þurfi að mæta á kantórinn og halda áfram,“ segir Þórdís. „Það eru alltaf allir að spyrja hvort við séum að tala saman. Við erum náttúrulega í vinnunni, alltaf að tala saman.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar ætli að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Hann sagði þá að ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafi fækkað valkostum. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51 Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21 Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Oddvitar núverandi meirihluta; Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna; funduðu í gær til að fara yfir stöðu mála. Meirihlutinn féll á laugardag og var því ljóst að mynda þarf nýjan meirihluta, sama hvernig. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hefur þá útilokað að Vinstri græn taki þátt í meirihlutasamstarfi í borginni á þessu kjörtímabili og tilkynnti hinum oddvitunum það einmitt á fundi þeirra í gær. „Við hittumst nú í gær oddvitar meirihlutans af því að við erum náttúrulega öll að mæta í vinnu í dag, það er kannski enginn sem fattar það. Þannig að við hittumst í gær til þess að tala saman, framundan er áframhaldandi vinna, kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok mánaðarins þannig að það er borgarráð framundan og borgarstjórnarfundur fram undan,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu. Oddvitarnir hafi hist í gær og rætt að samstarf þeirra hafi gengið vel á liðnu kjörtímabili. „Og við lásum aðeins í spilin eftir nóttina, með stóru línurnar í skilaboðunum og ræddum það að við ætluðum að skoða það að fylgjast að,“ segir Þórdís. Borgarstjórnarvinna taki við næstu tvær vikur Til þess að meirihlutaflokkarnir, utan Vinstri grænna, geti fylgst áfram að þurfa þeir að taka með sér aðra flokka í meirihlutasamstarfið. Til greina kemur fyrir þá að taka með sér Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Píratar hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, hefur útilokað samstarf við Viðreisn. Er það þá Framsókn sem þið tækjuð inn í meirihlutann? „Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo byrjar samtalið út frá því,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að nú taki aðeins við áframhaldandi vinna áður en ný borgarstjórn taki við. „Það er bara vinna framundan, eins skringilega og það hljómar. Það eru verkefni eftir sem þarf að klára. Nú er hálfur mánuður þar til ný borgarstjórn tekur við þannig að mitt verkefni sem formaður borgarráðs er að halda borgarráðsfund og halda maskínunni gangandi áfram og verkefni Alexöndru Briem forseta borgarstjórnar er að halda borgarstjórnarfund og ég geri ráð fyrir að borgarstjóri þurfi að mæta á kantórinn og halda áfram,“ segir Þórdís. „Það eru alltaf allir að spyrja hvort við séum að tala saman. Við erum náttúrulega í vinnunni, alltaf að tala saman.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar ætli að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Hann sagði þá að ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafi fækkað valkostum.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51 Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21 Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51
Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21
Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20