Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2022 21:05 Margir koma að gröf Fidchers í Laugardælakirkjugarði, ekki síst erlendir ferðamenn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira