Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:50 Dómari taldi ekki að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti. Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira