Shkreli látinn laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 22:14 Martin Shkreli eignaðist fáa vini með framferði sínu sem forstjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. AP/Susan Walsh Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi. Alríkisdómari dæmdi Shkreli í sjö ára fangelsi fyrir að ljúga að fjárfestum í vogunarsjóði sem hann rak og að svindla á fjárfestum í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals. Honum var sleppt snemma úr fangelsi í Pennsylvaníu og færður á áfangaheimili í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefði annars ekki átt að losna fyrr en í september á næsta ári. Shkreli varð frægur að endemum þegar fyrirtæki hans keypti framleiðslurétt á lyfinu Daraprim sem er notað gegn sýkingu hjá alnæmis-, malaríu- og krabbameinssjúklingum og hækkaði verðið á því um 5.000%. Hækkunin skýrði hann með því að svona væri kapítalisminn í verki og sjúkratryggingar gerðu sjúklingum kleift að fá lyfið þrátt fyrir hana. Eftir að Shkreli var handtekinn árið 2015 sagði hann af sér sem forstjóri. Hann bakaði sér enn frekari óvinsældir þegar hann keypti eina eintakið sem til var af plötu sem bandaríska rapphljómsveitin Wu-tang gerði. Bandaríska ríkið lagði hald á plötuna í tengslum við saksókn Shkreli. Á meðan Shkreli beið refsingar eftir sakfellingu gekk hann laus gegn tryggingu. Dómari afturkallaði trygginguna og senda hann í fangelsi vegna umdeildra tísta þar sem hann bauð meðal annars verðlaun hverjum þeim sem gæti fært honum lokk úr hári Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, árið 2016. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49 „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50 Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Alríkisdómari dæmdi Shkreli í sjö ára fangelsi fyrir að ljúga að fjárfestum í vogunarsjóði sem hann rak og að svindla á fjárfestum í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals. Honum var sleppt snemma úr fangelsi í Pennsylvaníu og færður á áfangaheimili í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefði annars ekki átt að losna fyrr en í september á næsta ári. Shkreli varð frægur að endemum þegar fyrirtæki hans keypti framleiðslurétt á lyfinu Daraprim sem er notað gegn sýkingu hjá alnæmis-, malaríu- og krabbameinssjúklingum og hækkaði verðið á því um 5.000%. Hækkunin skýrði hann með því að svona væri kapítalisminn í verki og sjúkratryggingar gerðu sjúklingum kleift að fá lyfið þrátt fyrir hana. Eftir að Shkreli var handtekinn árið 2015 sagði hann af sér sem forstjóri. Hann bakaði sér enn frekari óvinsældir þegar hann keypti eina eintakið sem til var af plötu sem bandaríska rapphljómsveitin Wu-tang gerði. Bandaríska ríkið lagði hald á plötuna í tengslum við saksókn Shkreli. Á meðan Shkreli beið refsingar eftir sakfellingu gekk hann laus gegn tryggingu. Dómari afturkallaði trygginguna og senda hann í fangelsi vegna umdeildra tísta þar sem hann bauð meðal annars verðlaun hverjum þeim sem gæti fært honum lokk úr hári Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, árið 2016.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49 „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50 Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49
„Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50
Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32