Atkvæðum kastað á glæ? Ómar Már Jónsson skrifar 20. maí 2022 11:00 Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar