Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 13:52 Þórdís Lóa er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Flokkurinn ætlar sér í meirihlutaviðræður í samfloti með Pírötum og Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. „Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira