Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 21:00 Skjáskot úr myndböndunum af Fötmu Hassan Mohamoud og Nadifu Mohamed, sómölskum konum sem vísa á burt úr landi til Grikklands. Gunnar Waage vinur þeirra birti myndböndin en þau sýna aðbúnað sem konurnar bjuggu við í flóttamannabúðum og á götunni þar í landi. Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira