Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2022 13:30 Silja Bára Ómarsdóttir. Vísir/Vilhelm Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“ Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01