„Er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 12:31 Vésteinn Hafsteinsson miðlar af reynslu sinni í heimabænum. stöð 2 sport Vésteinn Hafsteinsson er staddur í heimabænum, Selfossi, með þrjá af fremstu kringlukösturum heims. Hann hélt fyrirlestur í gær og um helgina keppa strákarnir hans á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands. Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira