„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2022 23:31 Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. AP Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55