„Get verið ung og efnileg aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 08:30 Lovísa Thompson er á leið út í atvinnumennsku. Stöð 2 Lovísa Thompson, ein besta handboltakona landsins, er á leið út fyrir landsteinana og mun leika með Ringkøbing í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Lovísa sló fyrst í gegn með Gróttu, þá aðeins 15 ára gömul. Þessi öfluga handboltakona er enn aðeins 22 ára og hefur leikið með Val seinustu ár, en hún fer á láni til Ringkøbing. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Ég er spennt fyrir komandi tímum og mér finnst ég vera orðin tilbúin til þess að taka næsta skref,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í gær. Danska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í Evrópu, en Lovísa gerir sér grein fyrir stökkinu sem hún er að taka. „Algjörlega. Þarna eru lið sem eru þvílíkt sterk. Núna um helgina er Meistaradeildin og þar er eitt af bestu liðunum að fara að spila þannig að þetta er alveg svakalegt.“ Hún segir ákvörðunina þó ekki hafa verið erfiða. „Nei í sjálfu sér ekki. Þetta er búið að vera í bígerð í svolítinn tíma og þess vegna held ég að þetta verði bara frekar gott fyrir mig.“ Eins og áður segir þá sló Lovísa fyrst í gegn með Gróttu aðeins 15 ára gömul og hefur því verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. „Það má alveg segja það. Ég er búin að vera lengi í handboltanum hérna á Íslandi og þess vegna held ég að það sé bara fínt að komast aðeins í burtu og fara í nýtt umhverfi með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum sem þekkja mig ekki.“ „Þarna get ég verið ung og efnileg aftur í stað þess að vera reynslubolti eins og ég er talin vera hérna heima á Íslandi. Þannig að ég held að þetta verði bara fínt.“ „Ég hef fylgst með þessum toppliðum [í Danmörku] en veit líka að þetta er svolítið tvískipt deild og ég er að fara í svona botnpakka. En ég held að það geti líka bara verið fínasta skref frá deildinni hérna á Íslandi. Mér finnst þegar ég keppi landsleiki að þetta sé svolítið stökk þannig að þetta brúar kannski aðeins bilið á milli þess að fá ekki algjört sjokk þegar maður fer að spila þessa leiki.“ Og Lovísa segist að sjálfsögðu vera búin að stefna að því að fara út lengi. „Algjörlega. Bara frá því að ég var krakki þannig að þetta er kærkomið. Klippa: Lovis Thompson Fékk nóg af handbolta en mætti aftur með nýja sýn Lovísa og stöllur hennar í Val enduðu í öðru sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir Fram. Þá fór liðið alla leið í úrslitaviðureignina um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Fram og þurfti því að sætta sig við silfrið. Þrátt fyrir það segist Lovísa ánægð með tímabilið í heild sinni. „Já að vissu leyti. Ég tók mér náttúrulega pásu fyrir áramót og kom svo fersk eftir áramót með nýja sýn á handboltann. En mér fannst ótrúlega leiðinlegt að enda þetta eins og við gerðum um helgina, það var svolítið súrt.“ „En að sama skapi var þetta mjög flott tímabil hjá Val. Við urðum bikarmeistarar, lentum í öðru sæti í deildinni einu stigi á eftir Fram og töpum núna í hörkuleikjum um helgina og í síðustu viku. Þannig að það er margt jákvætt sem er hægt að taka úr þessu.“ Lovísa minntist á pásuna sem hún tók sér fyrir áramót, en það gerði hún vegna þess að hún var búin að fá nóg af handbolta í bili. „Algjörlega. Ég var bara búin að fá upp í kok. Þess vegna held ég að þetta sé svolítið ný sýn sem ég kem með inn í þetta núna. Ég veit að lífið er ekki bara handbolti og er farin að njóta annarra hluta líka. Það gerir mér kannski bara gott líka og ég fer kannski að hafa meira gaman af því þegar ég mæti á æfingar,“ sagði Lovísa að lokum. Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Danski handboltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Lovísa sló fyrst í gegn með Gróttu, þá aðeins 15 ára gömul. Þessi öfluga handboltakona er enn aðeins 22 ára og hefur leikið með Val seinustu ár, en hún fer á láni til Ringkøbing. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Ég er spennt fyrir komandi tímum og mér finnst ég vera orðin tilbúin til þess að taka næsta skref,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í gær. Danska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í Evrópu, en Lovísa gerir sér grein fyrir stökkinu sem hún er að taka. „Algjörlega. Þarna eru lið sem eru þvílíkt sterk. Núna um helgina er Meistaradeildin og þar er eitt af bestu liðunum að fara að spila þannig að þetta er alveg svakalegt.“ Hún segir ákvörðunina þó ekki hafa verið erfiða. „Nei í sjálfu sér ekki. Þetta er búið að vera í bígerð í svolítinn tíma og þess vegna held ég að þetta verði bara frekar gott fyrir mig.“ Eins og áður segir þá sló Lovísa fyrst í gegn með Gróttu aðeins 15 ára gömul og hefur því verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. „Það má alveg segja það. Ég er búin að vera lengi í handboltanum hérna á Íslandi og þess vegna held ég að það sé bara fínt að komast aðeins í burtu og fara í nýtt umhverfi með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum sem þekkja mig ekki.“ „Þarna get ég verið ung og efnileg aftur í stað þess að vera reynslubolti eins og ég er talin vera hérna heima á Íslandi. Þannig að ég held að þetta verði bara fínt.“ „Ég hef fylgst með þessum toppliðum [í Danmörku] en veit líka að þetta er svolítið tvískipt deild og ég er að fara í svona botnpakka. En ég held að það geti líka bara verið fínasta skref frá deildinni hérna á Íslandi. Mér finnst þegar ég keppi landsleiki að þetta sé svolítið stökk þannig að þetta brúar kannski aðeins bilið á milli þess að fá ekki algjört sjokk þegar maður fer að spila þessa leiki.“ Og Lovísa segist að sjálfsögðu vera búin að stefna að því að fara út lengi. „Algjörlega. Bara frá því að ég var krakki þannig að þetta er kærkomið. Klippa: Lovis Thompson Fékk nóg af handbolta en mætti aftur með nýja sýn Lovísa og stöllur hennar í Val enduðu í öðru sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir Fram. Þá fór liðið alla leið í úrslitaviðureignina um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Fram og þurfti því að sætta sig við silfrið. Þrátt fyrir það segist Lovísa ánægð með tímabilið í heild sinni. „Já að vissu leyti. Ég tók mér náttúrulega pásu fyrir áramót og kom svo fersk eftir áramót með nýja sýn á handboltann. En mér fannst ótrúlega leiðinlegt að enda þetta eins og við gerðum um helgina, það var svolítið súrt.“ „En að sama skapi var þetta mjög flott tímabil hjá Val. Við urðum bikarmeistarar, lentum í öðru sæti í deildinni einu stigi á eftir Fram og töpum núna í hörkuleikjum um helgina og í síðustu viku. Þannig að það er margt jákvætt sem er hægt að taka úr þessu.“ Lovísa minntist á pásuna sem hún tók sér fyrir áramót, en það gerði hún vegna þess að hún var búin að fá nóg af handbolta í bili. „Algjörlega. Ég var bara búin að fá upp í kok. Þess vegna held ég að þetta sé svolítið ný sýn sem ég kem með inn í þetta núna. Ég veit að lífið er ekki bara handbolti og er farin að njóta annarra hluta líka. Það gerir mér kannski bara gott líka og ég fer kannski að hafa meira gaman af því þegar ég mæti á æfingar,“ sagði Lovísa að lokum. Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Danski handboltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira