Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2022 07:30 Gray Eagle drónarnir gætu gert Úkraínumönnum kleift að gera árásir á skotmörk hvar sem er í Úkraínu. General Atomics Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira