Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:21 Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00