Hinn valkosturinn í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 2. júní 2022 15:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun