Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2022 12:29 Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtakanna. stöð 2 Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira