Skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 22:31 Þór/KA situr í 7. sæti Bestu deildar kvenna með 9 stig eftir 7 umferðir. Vísir/Diego Farið var yfir fjörugan leik Þór/KA og Keflavíkur í Bestu Mörkunum. Liði Þórs/KA var hrósað í hástert en þó bent á að þær þyrftu að ná meiri stöðugleika í leik sinn til að klífa töfluna. „Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira