Fær eina og hálfa milljón vegna aðgerða lögreglu í vændismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 11:18 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða karlmanni 1,5 milljónir króna í bætur vegna umfangsmikilla rannsóknaraðgerða og þvingunarráðstafana í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum mannsins, sem tengdust meðal annars vændi. Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?