Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 11:50 Gabríel Daði Vignisson segir óvenjulegt andrúmsloft ríkja í höfuðborg Þýskalands í dag. Samsett Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“ Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“
Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira