Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2022 22:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í viðtali við Stöð 2 síðdegis. Sigurjón Ólason Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en niðurskurður framkvæmda við innviði er jafnan með því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn þenslu í hagkerfinu, sem tilkynnt var um eftir ríkisstjórnarfund í dag. Við spurðum ráðherra innviða í hverju aðgerðirnar fælust. „Það gerum við með nokkrum aðgerðum, sem er verið að fjalla um núna í þinginu, í fjárlaganefnd. En það er þó þannig að það mun ekki koma niður á framkvæmdastigi í nokkurri framkvæmd,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Frá vegagerð á Dynjandisheiði síðastliðið sumar. Lónfell í baksýn.Vegagerðin Hann segir aðgerðir bæði snúa að tekju- og útgjaldahlið án þess að vilja fara nánar út í efnisatriði. Spurningar vakna samt um hvort fresta eigi nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. „Nei, við höfum sett ákveðna hluti í forgang. Menn hafa væntanlega tekið eftir því að Dynjandisheiði er nýlega búið að bjóða út, þrettán kílómetrar, sem stóð jafnvel til að gera ekki, fyrr en seinna. Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi.“ -En hvað með jarðgöng til Seyðisfjarðar? „Þar er líka fjármagn tilbúið í samgönguáætlun. Þannig að það er hvergi verið að skera niður fjármagn.“ -En verður því útboði seinkað? „Ég sé það ekki fyrir mér í augnablikinu, nei.“ Frá framkvæmdum við Landspítalann.Stöð 2/Skjáskot Sigurður Ingi segir þetta birtast fremur þannig að ekki verði bætt í og að framkvæmdafé, sem af ýmsum ástæðum hafi ekki verið unnt að nýta, svo sem vegna mannaflaskorts eða kærumála, verði sett til hliðar. „Við höfum sett verulegt umframfjármagn til byggingar á nýjum Landspítala miðað við það sem menn hafa getað framkvæmt á hverju ári. Það eru líka fullt af öðrum opinberum framkvæmdum sem eru í gangi. Við verðum bara að sjá hvað er hægt að gera. Í þensluári verður þú að geta stigið á bremsuna.“ Hann tekur fram að aðgerðirnar verði bara á árinu 2023. -En hvað er þetta stór pakki? Geturðu nefnt einhverja stærð í milljörðum? „Hann er allavega nægilega stór til þess að hafa áhrif,“ svarar innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Landspítalinn Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu. 19. maí 2022 13:57 130 milljarða halli á ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. 31. maí 2022 16:18 Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en niðurskurður framkvæmda við innviði er jafnan með því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn þenslu í hagkerfinu, sem tilkynnt var um eftir ríkisstjórnarfund í dag. Við spurðum ráðherra innviða í hverju aðgerðirnar fælust. „Það gerum við með nokkrum aðgerðum, sem er verið að fjalla um núna í þinginu, í fjárlaganefnd. En það er þó þannig að það mun ekki koma niður á framkvæmdastigi í nokkurri framkvæmd,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Frá vegagerð á Dynjandisheiði síðastliðið sumar. Lónfell í baksýn.Vegagerðin Hann segir aðgerðir bæði snúa að tekju- og útgjaldahlið án þess að vilja fara nánar út í efnisatriði. Spurningar vakna samt um hvort fresta eigi nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. „Nei, við höfum sett ákveðna hluti í forgang. Menn hafa væntanlega tekið eftir því að Dynjandisheiði er nýlega búið að bjóða út, þrettán kílómetrar, sem stóð jafnvel til að gera ekki, fyrr en seinna. Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi.“ -En hvað með jarðgöng til Seyðisfjarðar? „Þar er líka fjármagn tilbúið í samgönguáætlun. Þannig að það er hvergi verið að skera niður fjármagn.“ -En verður því útboði seinkað? „Ég sé það ekki fyrir mér í augnablikinu, nei.“ Frá framkvæmdum við Landspítalann.Stöð 2/Skjáskot Sigurður Ingi segir þetta birtast fremur þannig að ekki verði bætt í og að framkvæmdafé, sem af ýmsum ástæðum hafi ekki verið unnt að nýta, svo sem vegna mannaflaskorts eða kærumála, verði sett til hliðar. „Við höfum sett verulegt umframfjármagn til byggingar á nýjum Landspítala miðað við það sem menn hafa getað framkvæmt á hverju ári. Það eru líka fullt af öðrum opinberum framkvæmdum sem eru í gangi. Við verðum bara að sjá hvað er hægt að gera. Í þensluári verður þú að geta stigið á bremsuna.“ Hann tekur fram að aðgerðirnar verði bara á árinu 2023. -En hvað er þetta stór pakki? Geturðu nefnt einhverja stærð í milljörðum? „Hann er allavega nægilega stór til þess að hafa áhrif,“ svarar innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Landspítalinn Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu. 19. maí 2022 13:57 130 milljarða halli á ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. 31. maí 2022 16:18 Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22
Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu. 19. maí 2022 13:57
130 milljarða halli á ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. 31. maí 2022 16:18
Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01